Danska ríkisútvarpið fjallar um Gagnamagnið og Daða Frey á vefsíðu sinni í dag. Fullyrt er að Íslendingar séu miklir aðdáendur Júróvision. Fyrirsögn umfjöllunar dr.dk hljóðar í lauslegri þýðingu á þennann veg.
Þau hafa beðið í 35 ár, en í kvöld getur Ísland (loksins) unnið Eurovision – úr hótelherbergi: „Þau ættu að reisa af okkur styttu ef við vinnum“
Tekið er fram í umfjölluninni að Daði segi þetta í gríni.
Í lokin á umfjölun danska ríkisútvarpsins er sagt frá því að Daði tali mjög góða dönsku enda hafi hann búið í Danmörku og átt þar barnæsku. 1993 flutti Daði út ásamt fjölskyldu sinni. Þau bjuggu í Kaupmannahöfn fram til 2001, en þá var Daði orðin níu ára gamall. Talað er um að dönsk tónlist hafi sett mark sitt á smekk Daða en hann segist hlusta á Carpark North, Mø og Dizzy Mizz Lissy og hann hafi farið á tónlistarhátíðina í Roskilde (Roskilde Festival) ótal sinnum.
Hér má sjá umfjöllun danska ríkisútvarpsins.