Byrja á að opna vöggustofur, leikskóla og yngstu deildir grunnskóla

Forsætisráðherra Dana, Mette Frederiksen, tilkynnti í gær að hægt og rólega yrði byrjað að keyra danska samfélagið aftur upp. Það yrði gert í smáum og hægum skrefum. 

Fyrst verða stofnanir eins og leikskólar og yngstu deildir grunnskóla opnaðar. Ætlunin er að opna þessar stofnanir 15. apríl. Eldri deildir grunnskólans verða þó áfram lokaðar. 

Frístund skólanna verður einning opnuð.

Samtals er reiknað með að um 650.000 börn snúi aftur í leikskólanna, skólanna og aðrar dagstofnanir. Fredriksen sagði að tíminn fram í næstu viku yrði notaður til að afmarka svæði í þessum stofnunum því ekki ætti að slá af kröfum um að börn haldi ákveðinni fjarlægð til að koma í veg fyrir hugsanleg smit. 

Engin lokapróf verða haldin í grunnskólanum en verður látið nægja að meta verkefnavinnu hvers og eins til lokaeinkunnar. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR