Nú er verið að breyta nöfnum fjögurra kráa í Bretlandi vegna þess að brugghúsið sem starfrækir krárnar óttast að verða sakað um rasisma.
Það eru þrjár krár sem kallast „Svarti strákurinn“ og sú fjórða „Svarta höfuðið“ sem er í eigu brugghússins Greene King.
Talið er þó að það séu yfir 70 krár með nafninu „Svarti strákurinn“ (e.“The Black Boy“) í Bretlandi, en það er greinilega engin sátt um hvaðan nafnið kemur.
Vísað er til bæði breska námuvinnsluiðnaðarins og gælunöfn fyrir Charles II.
Önnur kenning er sú að nafnið vísi í útskornar styttur af frumbyggja Ameríku sem hafa verið notaðar sem augnayndi í tóbaksverslunum.