Breskri konu haldið sofandi eftir krókódílaárás í Mexíkó

Breskri konu er haldið sofandi á sjúkrahúsi eftir að krókódíll réðist á hana í köfunarferð í Mexíkó.

Konan, Melissa Laurie, var að kafa með systur sinni, Georgíu, í flóa við suðausturströnd landsins. Systurnar urðu viðskila og skyndilega sá Georgía hvar Melissa lá með andlitið á hafsbotninum meðan krókódíllinn synti um við hliðina á henni.

Sem betur fer var hin konan útsjónarsöm og rak krókódílinn í burtu, meðal annars með því að berja honum í höfuðið.

Báðar konurnar liggja nú á sjúkrahúsi. Melissa Laurie er haldið sofandi til að koma í veg fyrir sýkingar meðan fylgst er með handáverkum sem Georgía fékk í átökum við krókudílinn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR