Breska lögreglan óttaðist að fá á sig rasista stimil: Lét vera að rannsaka yfirgripsmikið barnaníðingsmál

Ný skýrsla sem opinberuð var í Bretlandi slær því föstu að breska lögreglan hafi leitt hjá sér ábendingar um umfangsmikla kynferðismisnotkun og barnaníð í bresku borginni Rotherham sem upp kom árið 2014. Þegar lögreglan loks hóf rannsókn á málinu leiddi hún í ljós að minnst 1.400 ungar stúlkur höfðu á árunum 1997-2013 verið skipulega misnotaðar, hópnauðgað, rænt og seldar í ánauð. Komið hefur fram að stúlkurnar voru allt niður í 11 ára gamlar. Frá því að lögreglan hóf rannsókn á málinu hafa 20 menn hlotið dóm vegna málsins. En málið er ekki ennþá búið því BBC hefur fengið aðgang að nýrri skýrslu sem gerð hefur verið um málið og viðbrögð lögreglunnar. Sú skýrsla fer hörðum orðum um frammistöðu yfirvalda í málinu en skýrslan hefur verið í vinnslu í fimm ár. Í skýrslunni viðukennir yfirmaður í lögreglunni, sem ekki er nafngreindur, að lögreglan hafi meðvitað virt að vettugi ábendingar um umfangsmikið áralangt barnaníð. Ástæðan fyrir því var sú að lögreglan óttaðist að Rotherham hefði logað í kynþáttaóeirðum vegna þess að níðingarnir, sem skiptu hundruðum, voru karlmenn frá Pakistan. Það kemur fram í skýrslunni að þegar málið komst á skrið var ráðist á nokkur fórnarlömb mannanna, helt yfir þau bensíni og hótað að kveikja í þeim ef þær sögðu frá eða þær urðu fyrir mjög ofbeldisfullri nauðgun til að hræða þær frá að vinna með lögreglunni. Í skýrslunni er talað við fórnarlömb níðinganna sem gagnrýna lögregluna harðlega fyrir aðgerðarleysi hennar .

Breska ríkislögreglan hefur virkjað 200 lögreglumenn til að halda áfram að rannsaka málið og er búist við fleiri handtökum og dómum á næstu mánuðum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR