Booking.com gjaldþrota? Hefur ekki greitt hótelum og gististöðum

Frá sumarfríi hafa nokkur hundruð dönsk hótel og gististaðir ekki fengið greiðslu frá hollensku bókunargáttinni Booking.com.

Þetta eru greiðslur frá gestum sem hafa gist á hótelum og heimagistingu í Danmörku sem Booking.com hefur ekki millifært.

Iðnaðarsamtökunum Dansk Erhverv hafa borist meira en 200 fyrirspurnir um vandann frá áhyggjufullum framkvæmastjórum hótela en ekki síður einstaklingum sem reka gistingu með morgunverði í eigin húsnæði.

Horesta sem eru samtök fyrirtækja í hótel og veitingastaða geiranum sendi bréf til Booking.com á mánudaginn með kröfu um að leiðrétta ástandið. Að sögn Horesta hefur Booking.com svarað því að þeir muni greiða út peningana á föstudaginn.

Margir gististaðaeigendur hafa komið fram í dönskum fjölmiðlum síðustu daga og sagt sig eiga margar milljónir ógreiddar frá Booking.com.

Skiljanlega hefur þetta valdið þeim miklum rekstrarerfiðleikum.

Óvænt tæknileg vandamál eða lausafjárskortur?

Booking.com svaraði fyrirspurn danska ríkisútvarpsins að þær greiðslur sem vantar séu vegna óvæntra tæknilegra vandamála. Mörgum ferðaspekúlöntum finnst það svar undarlegt og telja að mögulegt geti verið að undirliggjandi alvarlegt fjárhagsvandamál Booking.com sé orsökin.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR