„Bless EES“ næst?

Bretar hafa yfirgefið Evrópusambandið eftir ótrúlegt gjörningaveður sem skapað var af andstæðingum brexit. Dómsdagsspámenn spáðu því að Bretar yrðu einangraðir, olíuskortur yrði í landinu, skortur yrði á lyfjum og efnahagshrun myndi blasa við Bretum.

Kannast einhver hér á landi við umræðuna? Það eina sem vantaði upp á dómsdagsspárnar var að Bretland yrði Kúba Evrópu.

Sömu dómsdagsspár voru hafðar uppi þegar reynt var að fá íslensku þjóðina til þess að kokgleypa icesave samningana. Íslenska yfirstéttinn sem setti Ísland á hausinn og hafði næstum því af okkur sjálfstæðið gekk hart fram í að reyna að sannfæra almenning í að samþykkja icesave samningana og naut fulltingis margra stórra fjölmiðla hérlendis. Mörgum fannst að þar gengjnu Fréttablaðið og fréttastofa RÚV í takt með ESB sinnum í hræðslu áróðrinum.

Reyndar er það svo, því miður, að þessir fjölmiðlar skammast sín ekkert fyrir sinn þátt í icesave og ennþá má sjá forystugreinar í Fréttablaðinu þar sem innganga er dásömuð og útganga Breta er kölluð „fleil spor!“ og enn haldið fram að útganga Breta muni hafa í för með sér efnahagslegar náttúruhamfarir.

En þetta eru auðvitað gömlu málpípur auðjöfrana og útrásarvíkingana sem svífast einskins.

Hvað hefur EES gert fyrir okkur?

Þótt að löngu sé orðið ljóst að EES er fjötur um fót Íslendinga efnahagslega og samfélagslega þá eru talsmenn EES eins og steinrunninn tröll aftan úr fortíðinni í ofsafengnum málflutningi sínum um kosti ESB og EES.

Þeir neita að horfast í augu við reynsluna af EES sem hefur valdið margvíslegu uppnámi í íslensku þjóðlífi. Við vitum að vegna EES hefur mansal hér á landi náð að skjóta rótum, að vegna EES hefur skipulögð glæpastarfsemi náð að skjóta hér rótum og vegna EES hefur mansal skipulagðra glæpasamtaka náð að skjóta hér rótum. Allt þetta er á ábyrgð ESB og EES sinna. Eina málsvörn þessa fólks er að þeir sem haldi þessu fram séu forpokaðir gamlir Íslendingar sem búi í torfkofum og séu þjakaðir af þjóðrembingi.

Þetta fólk gat ekki stoppað að þjóðin hafnaði icesave og er ennþá að bíta í skjaldarrendurnar vegna þess.

Íslenska þjóðin er nútímaleg í hugsun og ritstjórn spáir því að sá tími mun koma að Íslendingar muni knýja fram að þjóðin segi bless við EES. Þá verður óhægt um vik fyrir góða fólkið að bíta í skjaldarendur enda verði þá búið að draga allar tennurnar úr því fólki.

Við skulum halda Evrópu glugganum opnum með tvíhliðasamningum sem og heims glugganum. Friðsöm milliríkjaviðskipti á okkar forsemdum reyndust Íslendingum farsælust fram að því að við gengum í EES.

Myndin sem hér fylgir er skjáskot af útsendingu Sky news. Niðurtalningu í mínútum og sekúndum þar til úrsögnin tók gildi og varpað var á hinu hvítu kletta Dover sem voru tákn Breta í síðari heimstyrjöldinni og baráttu þeirra gegn Nasistum. Baráttu sem Bretar tóku óumbeðnir að sér fyrir frjálsri Evrópu. Og höfðu sigur.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR