Það er víða fólk sem er bjartsýnt á flugrekstur heldur en bara á Íslandi og er þá verið að vísa í Play sem ekki hefur ennþá komist í loftið þrátt fyrir yfirlýsingar um að sala flugmiða væri handan við hornið.
Erik G. Braathen áður stjórnarmaður í flugfélaginu Norwegian ætlar að stofna nýtt norskt flugfélag.
Fyrirtækið mun ráða fólk á norskum kjarasamningum í miðri kreppunni sem hefur dunið á flugiðnaðinum. Nýja fyrirtækið fer í loftið næsta sumar.
– Við teljum að þessi atvinnugrein muni breytast verulega á komandi tíma, segir Braathen við NRK.
– Við teljum að tímasetningin fyrir þessu sé nú góð, vegna þess að við trúum ekki að markaðurinn muni snúa aftur þangað sem hann var fyrir kórónafaraldurinn, segir hann. Hann telur að nýja fyrirtækið geti boðið eitthvað nýtt og segir að fólk muni enn fljúga þegar kórónukreppan er búin og að nýja fyrirtækið muni verða skilvirkt og nútímalegt á allan hátt.
– Við munum nota alla okkar reynslu og sérþekkingu til að byggja upp nýtt, norskt flugfélag aðlagað að efnahagslegum veruleika og þörfum farþega, segir Erik G. Braathen. Braathen hefur áður verið stjórnarmaður í Norwegian og var forstjóri Braathens Safe í tíu ár til 1999. Með honum í liðinu eru Brede Huser, Thomas Ramdahl, Asgeir Nyseth, Alf Sagen, Bjørn Erik Barman-Jenssen og Tord Meling, þegar hann setur af stað nýtt norskt flugfélag. 25 manns eru í fullri vinnu við uppbyggingu nýja fyrirtækisins. Nokkrir þeirra sem nú eru í teyminu á bakvið nýja fyrirtækið voru áður hjá Norwegian flugfélaginu. Asgeir Nyrseth var rekstrarstjóri og Bjørn Kjos var þar yfirmaður þar til hann fór fyrir tveimur árum frá félaginu.
Athyglisverðar fréttir segir Viðskipta- og iðnaðarráðherra Iselin Nybø
Viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs hefur fengið fréttir um nýja flugfélagið en veit lítið um smáatriðin.
Það er spennandi og það verður áhugavert að skoða áætlanirnar aðeins nánar, segir hún við NRK og bætir við
– Flug er mikilvægt og við erum algjörlega háð því að hafa góðar flugsamgöngur eins og landfræðileg staðsetning okkar er. Henni finnst áhugavert að nýir leikmenn séu að koma á markaðinn. Hún segist ekki hafa heyrt neitt frá nýja fyrirtækinu en segir ekki nei við að hitta þau, ef þau biðja um fund.
– Norski markaðurinn fyrir flugsamgöngur er greinilega markaður sem einkaaðilar sjá tækifæri í, segir hún við NRK.
Flug í kreppu
Þetta gerist á meðan flugiðnaðurinn er í mikilli kreppu. Nú síðast í dag kom Norwegian með uppfærðar tölur um umferð fyrir september á þessu ári, sem sýndi fækkun um 90 prósent frá september í fyrra, með 319.370 farþega.
– Við teljum að það sé rétti tíminn til að stofna nýtt flugfélag núna. Við leigjum nútíma flugvélar á sanngjörnu verði, ráðum bestu starfsmennina og byggjum fullkomlega stafrænt fyrirtæki með lítið flækjustig sem þýðir að við verðum með lítinn kostnað og getum aflað tekna með færri flugvélum.
– Við verðum með flugvélar í Noregi, við munum fljúga í Noregi og við munum einnig fljúga út frá Noregi, segir Braathen við NRK. Að auki hefur ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air tilkynnt um meiriháttar blaðamannafund síðar í dag þar sem forstjórinn József Váradi lofar fjárfestingu í Noregi.
– Fjárfesting okkar hefur ekkert með Wizz Air að gera. Við erum ekki í samstarfi við þá og skipuleggjum fjárfestingu okkar óháð þeim, segir Braathen að lokum.