Dómsmálaráðherra sagði á Bylgjunni í þættinum Sprengisandi í dag að beinn kostnaður við hælisleitendur í ár yrði að minnsta kosti fjórir milljarðar. Þá er ótalinn óbeinn kostnaður. Í því samhengi má rifja upp að áætlað er að hægt væri að gera grunnheilsugæslu á Íslandi gjaldfrjálsa ef bætt yrði við málaflokkinn fjórum til fimm milljörðum. Málaflokkurinn varðandi hælisleitendur hefur hækkað ár frá ári og ekki langt síðan að hann var 600 milljónir.
Áslaug Arna dómsmálaráðherra lagði áherslu á að hennar hugur stæði til þess að rýmka atvinnuleyfi fyrir útlendinga hér á landi. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig í þættinum. Sagði hún í umræðum um málefni egypsku fjölskyldurnnar að send hefði verið inn athugasemd til íslenskra yfirvalda um að óttast væri að kynfæri dótturinnar í fjölskyldunni yrðu limlest væri fjölskyldan send aftur til Egyptalands. Ekki var annað að skilja á orðum Helgu Völu en að limlestingin yrði framkvæmd af egypskum yfirvöldum en hátturinn í Íslam er sá að það eru foreldrarnir sjálfir og þá sérstaklega fjölskyldufaðirinn sem ákveddi að gera slíkt enda ríkir feðraveldi í íslam.
Uppfært klukkan 12.33:
Orðrétt sagði Helga Vala Helgadóttir á mínútu 12:27 í þættinum: „Nú veit ég það að það er endurupptökubeiðni í þessu máli vegna stúlku sem er á þeim aldri að kynfæralimlestingar eiga sér stað í Egyptalandi á yfir 90% stúlkna á þessum aldri. Það er bara þannig. Og þetta er sérstök endurupptökubeiðni sem hefur verið lög inn út af því. Nei, þetta er náttúrulega alveg rosalegt! Þetta hefur ekki verið skoðað, vegna þess að aðstæður baranna sjálfra, þau eru ekki skoðuð…“