Andlitsgrímur verða skylda utandyra í Búlgaríu

Skylt verður að vera með andlitsgrímu fyrir vitum utandyra í Búlgaríu frá og með fimmtudeginum. Frá þessu greindi heilbrigðisráðherra landsins, Kostadin Angelov, samkvæmt fréttastofunni dpa.

Krafan um andlitsgrímu kemur eftir mikla aukningu á fjölda skráðra tilfella af kórónaveirusýkingum.

Frá 22. júní hefur andlitsgríma verið lögboðin í lokuðum almenningsrýmum eins og verslunum, bönkum og almenningssamgöngum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR