Donald J. Trump hefur verið gagnrýndur mikið fyrir framgöngu sína gagnvart Alþjóðaheilbrigðisstofnunina – WHO. Hann var sakaður um að fara offari og ákvörðun hans um að hætta fyrst tímabundið greiðslum til stofnunina og síðan úrsögn. Eins og oft vill verða, er mikið moldviðri í sambandi við stórar stefnubreytandi ákvarðanir. Nú er að koma í ljós að Trump hefur haft rétt fyrir sér ef marka má frétt AP-fréttastofunnar.
Í frétt AP-fréttastofunar sem hefur skjöl undir höndum, auk fjölda viðtala, er sagt frá að kínversk stjórnvöld voru treg til að deila mikilvægum upplýsingum um kórónuveiruna með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Þessi tregða pirraði æðstu embættismenn stofnunarinnar og dró úr viðbragðsgetu vegna faraldursins en á sama tíma lofaði Tedros Adhanom Ghebreye, framkvæmdarstjóri WHO, viðbrögð Kínverja.
Til að mynda hefur komið í ljós að rannsóknarstofur Kína upplýstu aðeins um erfðamengi veirunnar eftir að annarri rannsóknarstofu utan Kína hafði tekist að greina það. Og jafnvel þá héldu kínversk stjórnvöld áfram að tefja með því að bíða í að minnsta kosti tvær vikur með að veita WHO nákvæm gögn um sjúklinga og tilfelli veirunnar. Allt gerðist þetta á þeim tíma þegar enn gafst færi til að hægja verulega á útbreiðslu kórónuveirunnar um heiminn.