Alþingisbækur Íslands 1570 -1606

Heimildir um sögu Íslands leynast víða. Helstu og öruggustu gögn og heimildir um sögu landsins eru fornleifar og opinber málsskjöl. Allgóð heimild eru Alþingisbækur Íslands, en eins og flestum sögufróðum mönnum er kunnugt, þá starfaði Alþingi Íslendinga á sumrin um þúsund ára skeið en þangað var skotið dómsmálum, sem ekki var úrskurðað í, heima í héraði. Lítum hér í þessar bækur á tímabilinu 1570-1606 og skoðum sakamál.

Alþingisbækur Íslands I, 1570-1581.

  • Héraðsdómur Þórðar Guðmundssonar um ráðspjöll og sekt á því að kippa manni af baki, háður í Reykholti, 6. maí, 1570.
  • Síðumúlavíg, háður á Hestaþingseyrum 15. júlí 1570.  Dómur um kóngs sakir, útlegð og víglýsingu Jóns Eggertssonar.
  • Dómur Þórðar lögmanns um beit, hnífsbragð, skeggtak og hnykking, háður á Indriðastöðum, 9. sept. 1570.
  • Frekar um víg Jóns Eggertssonar.
  • Um viðskipti Magnúsar Jónssonar í Ögri við Árna Gíslason og hans fylgjara á Skutuls-fjarðareyri 1569 (góð lýsing á vopnaeign),.
  • Dómur Þórðar lögmanns um flutning á þjóf, genginn á Heggstöðum, 9. ágúst 1572.
  • Ágrip af dómi Þórðar lögmanns um áverkabætur, gengnum í Eskiholti.
  • Víglýsing (hvernig hún eigi að vera).
  • Um Þorstein Jónsson sem að í hel sló sinnar konu móður.
  • Dómur um handa afhögg Orms Þorleifssonar og aðra áverka.
  • Leiðvallardómur Árna Gíslasonar, kongs umboðsmanni í Skaftafellsþing 2. sept. 1577 um grein á því, að Jón Guðmundsson ,,sem prestur hafði verið´´ hefði myrt Hans Seffrínsson, er dauður hafði fundist á fjöru, en málið er dæmt til næsta Öxarárþings (1578).
  • Vopnadómur Magnúsar prúða Jónssonar 1581.

Alþingisbækur Íslands II (1582-94)

  • Henrik Kules, þýskur maður drepur Bjarna Eiríksson á Bessastöðum.
  • Eiríkur Árnason lýsir í bréfi sínu, fanghald og áverka á Halli Högnasyni.
  • Dómur um mál Ingimundar heitins Jónssonar, sem Arnór Árnason vó 1586.
  • Dómur um það mál er Páll Akason beiddist dóms á að Hannes Ólafsson hefði sig skotið með byssu til höfuðs.
  • Dómur um vígsmál Ingimundar heitins Hákonarsonar, dæmdur á Kópavogi,.
  • Meðferð á hommum: húðlát.
  • Jon Gey Engelsk drap Sölva Jónsson fyrir vestan 1589.
  • Vígsmál Jóns Guðnasonar, Eiríkssonar, Torfasonar í Klofa.
  • Dómur um steinshögg í höfuðið.
  • Dómur á alþingi 1592 um þann Engelskann sem varð sínum húsbónda að skaða (drepið), var hann og Engelskur.

Alþingisbækur Íslands III (1595-1606)

  • Einar Þórðarson myrti Einar Valerianusson og gerði önnur strákaverk.
  • 1596.  Dómur af allri lögréttu um konu Axlar-Björns (Manndrápa-Björn) Péturssonar.
  • Dómur um þá manneskju Þórdísi Ólafsdóttir (konu Axlar-Björns, eina fjöldamorðingja Íslandssögunnar).
  • Björn Þorleifsson tekinn af á alþingi fyrir kvennamál og svall (böðullinn þurfti til 30 högg áður en höfuð Björns fór af).
  • Dómur um voðavíg Bjarna Skúlasonar á engelskum manni, Rolant Rysiardssyni, á Hjallasandi undir Jökli (sjálfsvörn).

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR