Allir skikkaðir til að bera andlitsgrímu í strætó og lestum

Á morgun, laugardag, ganga í gildi nýjar reglur í Danmörku sem skilda alla til að bera andlitsgrímu þegar notaðar eru opinberar samgöngur.

Þeir sem þráast við eiga á hættu að fá sekt. Komi einstaklingur upp í lest eða strætó án andlitsgrímu ber bílstjóranum eða starfsmanni lestarfyrirtækis fyrst að vísa viðkomandi á brott en ef það gengur ekki á að kalla til lögreglu sem sektar viðkomandi. 

En það sama gildir líka um þá sem vinna við opinberar samgöngur. Vinnuveitenda ber að sjá til þess að bílstjóri eða annað starfsfólk beri andlitsgrímu við störf sín.

En samt eru undantekningar. Ráðherrann sem fer með málefni samgangna Benny Engelbreht vonar að reglurnar séu skýrar og að allir leggist á eitt við að fara eftir þeim. Hins vegar hefur hann sett þá undantekningu í reglurnar að börn undir 12 ára aldri þurfi ekki að fara eftir þeim. Eldra fólk sem glímir við elliglöp eða öndunarerfiðleika er líka undanþegið reglunum. 

Frétt Politiken um málið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR