Wuhan, sem er staðsett í miðhluta Kína, var fyrsta svæðið sem varð fyrir barðinu á hinni nýju kórónuveiru. Vegna þess að Wuhan er upprunastaðurinn, er það þess virði að vita eins mikið og við getum um hvernig og hvers vegna sjúkdómurinn byrjaði og hvers vegna hann dreyfðist svo hratt út til umheimsins. Jafnvel núna vitum við furðu lítið um það fyrir víst, þó að við lærum meira dag frá degi. Til dæmis, hversu auðveldlega dreifist kínverska kórónaveiran meðal íbúa?
Fyrstu rannsóknargögn frá Wuhan hafa leitt í ljós að hver smitaður einstaklingur smitaði að meðaltali um það bil 2,5 manns til viðbótar. Í faraldsfræðilegu tilliti er það mikið; það þýðir að faraldurinn gæti tvöfaldast á sex daga fresti. Það er sú forsenda sem viðbragðsaðilar hafa unnið eftir síðan.
Nú lítur út fyrir að sú forsenda hafi verið mikið vanmat. Ný rannsóknardrög frá teymi fræðimanna við Los Alamos National Laboratory benda til að kórónuveiran frá Wuhan sé í raun mjög smitandi. Byggt á víðtækri rannsókn á gögnum, áætla vísindamennirnir að meðaltal smitaði sýktur íbúi Wuhan 5,7 aðra. Það er nóg til að tvöfalda umfang faraldsins á færri en þremur dögum. Er rannsóknin og ályktunin rétt og nákvæm? Það er ekki vitað og margar ályktanir um þessa veiru hafa reynst vandræðalega rangar, jafnvel hjá WHO og heilbrigðisyfirvöldum víðs vegar um heim. Það hefur gerst aftur og aftur með gríðarlegum afleiðingum.
Tucker Carlsson hjá Fox News, rýndi í þessi gögn og komst að þeirri niðurstöðu upplýsingarnar sem berast frá Kína, standast ekki nánari skoðunar. Jafnvel þótt að smitstuðillinn væri aðeins 2,7. Það þýddi í raun að gífurlegur fjöldi manna hefði smitast af veirunni.
Og Tucker Carlsson segir: ,,Hér er ráðgátan: Kínversk stjórnvöld leyfðu 5 milljónum íbúa að flýja borgina áður en þeir lokuðu henni í janúar. Flestir fóru væntanlega til annarra staða í Kína. Og enn, samkvæmt Kínverjum – sem og öllum tiltækum gögnum sem við höfum nú á Vesturlöndum – var engin önnur meiriháttar uppkomu í Kína. Ekki í Shanghai, ekki í Chengdu, ekki í Peking. Á sama tíma hafa aðrar borgir um alla Evrópu og Bandaríkin verið keyrðar niður á kné af veirunni. Hvernig gat þetta verið? Dæmið gengur ekki upp.“
Þess má geta, að þeir Vesturlandabúar sem flúðu héraðið komu margir sýktir til Vesturlanda og talið er að Kínverjar, búsettir í Norður-Ítalíu, hafi komið faraldrinum af stað þar og þar með í Evrópu og loks til Ameríku.
Ef litið er á gervihnattamyndir af Kína, fyrir og eftir að faraldurinn braust út, þá má sjá skörp skil hvað varðar mengun. Norðurhluti Kína, sem venjulega er hulinn mengun, sést greinilega og skýrt úr háloftunum eftir að faraldurinn braust út. Það þýðir í raun að Kína hefur verið lokað með öllu, sem hefði ekki verið gert ef faraldurinn væri bara svæðisbundinn og bundinn við eina borg.
Einhverra hluta vegna hefur næstum enginn í vestrænum fjölmiðlum jafnvel spurt þessa grundvallarspurningu. Á þessum tímapunkti höfum við enga raunverulega skýringu á því hvers vegna kórónuveiran dreifðist um Vesturlönd, en ekki um Kína. Við ættum að komast að því. Og það er langt í frá það eina sem við skiljum ekki um þennan heimsfaraldur.
Hér er önnur grundvallarspurning: Hversu banvæn er veiran? Við vitum það ekki, því að tölur sem berast frá mismunandi löndum, eru misvísandi. Á Ítalíu hafa meira en 10 prósent fólks með staðfest tilfelli látist. Í Þýskalandi leiddu aðeins 2 prósent staðfestra tilfella til dauða. Það virðist ljóst að báðar þessar tölur ofmeta raunveruleika dánarhlutfallsins í ljósi þess að flestir eru ekki prófaðir fyrr en þeir eru þegar veikir.
Leyfum Tucker Carlson að hafa orðið en spurningar hans eru réttmætar og umhugsunarverðar:
,,Ítarlegri prófanir í einum bæ í Þýskalandi bentu til dánarhlutfallsins aðeins 0,37 prósent. Myndi sú tala haldast á hverjum stað? Eða gæti verið að bærinn hafi smitast af vægara formi veirunnar?
Eða er hugsanlegt að sumir hópar fólks séu viðkvæmari fyrir veikindunum en aðrir? Við vitum að erfðafræði spilar stórt hlutverk í því hvernig margir sjúkdómar þróast. Er það satt hér? Við vitum það ekki… hérna eru örfáar aðrar spurningar sem við ættum að svara: Er þessi veira árstíðabundin? Dregur úr faraldrinum á sumrin áður en hún snýr aftur að hausti og vetri? Ef smitað fólk verður ónæmt, hve lengi varir það ónæmi? Stökkbreytir veiran sig, svo að fólk sem fær hana á þessu ári gæti fengið sjúkdóminn aftur á næsta ári? Og það sem mest er um vert, hver eru langtímaáhrif þess að smitast?“
Leiðtogar heimsins hafa valið tvær leiðir til að tækla heimsfaraldurinn. Annars vegar er sænska leiðin, með markvissum takmörkunum ásamt frjálsri fjarlægð og von um hjarðónæmi; og hins vegar kínverska leiðin, öllu þjóðfélaginu lokað, innri ferðatakmarkanir og refsingu fyrir þá sem ganga út af línunni.
Leiðtogar völdu flestir kínversku fyrirmyndina. Með hverjum deginum sem líður verða viðbrögð þeirra ýktari og takmarkandi á hegðun og frelsi einstaklinganna: Beiðnir um að fólk haldi sig innandyra hafi orðið fyrirskipanir. Fólk er sektað og handtekið fyrir að keyra eitt, leika sér í garðinum og fara um borð bát á sjó. Munu þessar ráðstafnir duga? Eru þær réttlætanlegar? Við vitum ekki svarið enn.
En ljóst er að huga verður að náinni framtíð og við Íslendingar verður að huga að því að koma atvinnulífinu í gang aftur. Skaðinn er þegar orðinn gífurlegur hérlendis, atvinnuleysi er komið upp í tug prósenta og atvinnustarfsemi, sérstaklega hjá smáfyrirtækjum, blæður hægt og rólega út.
Það eru þrjár leiðir til að eiga við þennan sjúkdóm, þannig að hægt verður að opna íslenskt þjóðfélag upp á ný. Í fyrsta lagi að lyf séu til sem vinna á veirunni. Svo virðist sem malaríulyf eitt virkar en blóðvökvi og önnur lyf virðast líka virka.
Í öðru lagi að bóluefni verði sett á markaðinn sem útrýmir sjúkdóminn. Eins og kom fram í fréttum hér á Skinnu í gær, þá virðist fyrsta bóluefnið stefna í að koma á markaðinn,í haust, samkvæmt bjartsýnustu spá. Það þýðir að faraldurinn verður úti eftir fáeina mánuði.
Í þriðja lagi, er að skima alla þjóðina og útrýma veirunna í eitt skipti fyrir öll. Þetta er vel hægt, en með nýjustu tækni, þar sem hægt er að komast að niðurstöðu hvort um smit sé að ræða, á aðeins fimm mínútum. Niðurstöður frá Grænlandi og Færeyjum gefa tilefni til bjartsýnis hvað þetta varðar en tilkynnt var að engin smit hafi greinst á Grænlandi í gær en í Færeyjum er hægt að telja fjölda smitaðra á annarri hendi. Þá er að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið aftur.
Með sömu tækni, fimm mínútna veiruprófi, er hægt að skima alla þá sem koma erlendis frá, í flugstöð Leifs Eiríkssonar, á kostnað ferðamanna, og koma þannig lífi í ferðamannaiðnaðinn á ný. Bannað verður eftir sem áður komur ferðamanna frá alvarlega sýktum löndum.