Af hverju var Kamala Harris valin sem varaforsetaefni Joe Bidens?

Fréttaskýring:

Einfalda svarið er að Joe Biden sagðist vilja velja konu í embætti varaforseta Bandaríkjanna og helst konu sem væri lituð á húð.  Kamala Harris fellur sannarlega í þann flokk, því að faðir hennar er ættaður frá Jamaíku, af hvítum og svörtum uppruna en móðir hennar ættuð frá Indlandi og af tamískum uppruna.

En meðframbjóðandi þarf miklu meira til, til að hljóta náð Demókrataflokksins í þetta annars valdalitla embætti en gæti orðið mikilvægt í ljósi háan aldur Joe Bidens og sjáanlegra elliglapa sem hann virðist vera haldinn.

Kamala Harris er Demókrati og er önnur konan af afrískum uppruna og fyrsta konan af indverskum uppruna til að verða Öldungardeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi. Harris fæddist í Oakland í Kaliforníu þann 20. október 1964 og er útskrifuð frá Howard háskóla og Kaliforníuháskóla.

Helsti gallinn við Kamala Harris sem forsetaframbjóðanda, já hún bauð sig fram gegn Joe Biden er að hún er frekar óvinsæl en hún fékk aðeins 2% fylgi og var með þeim fyrstu sem duttu út í frambjóðendaslagnum.  Hún er litrík en skortir innihald.  Hún er glæsileg á pappír og hefur jákvæðan bakgrunn, en hana skorti hugmyndafræðilegan áttavita.

Gagnrýnendur benda á mörg dæmi um pólitískt stefnuleysi hagkvæmnis pólitík sem myndi láta Mitt Romney roðna, en mest áberandi framgangur hennar varðandi stefnuna ,,Medicare-for-All“ sem er vægast sagt umdeild í Bandaríkjunum og þykir nokkuð sósíalísk.

Þegar Harris var að undirbúa sig fyrir forsetaframboð, varð hún fyrsti öldungardeildarþingmaðurinn sem studdi frumvarp Bernie Sanders um ,,Medicare for All“ eða heilsugæsla fyrir alla. Þegar hún loks bauð sig fram, hætti hún stuðning sinn við frumvarp Sanders og kom með eigið frumvarp sem var svo rótækt að hún átti sjálf í erfiðleikum með að verja það í umræðunum.

En það er liðin saga. Það sem Biden er að leita í fari meðframbjóðanda sínum, er einhver sem er pólitískt sveigjanlegur. Og einhver sem hann hefur lítinn grundvallarágreining við sem Trump forseti getur nýtt sér,  sem hefði verið ef Elizabeth Warren væri valið.

Hann þarf líka einhvern sem er litríkur persónuleiki og hann þarf pólitískan götuslagsmálahund. Það er Kamala Harris sannarlega.

Það var eftirminnilegt þegar hún fór eftir Biden í sjónvarpskappræðum og tók hann í bakaríið. Að velja einhvern sem víkur ekki undir höggi er líklega rétti aðilinn til að vera meðframbjóðandi og Biden getur flotið um orðahríð hennar með háleitri orðræðu.

Kamala Harris er rækilega skóluð í pólitískum herferðum, hún vann öldungardeildarþingsæti í stærsta ríki Bandaríkjanna, Kaliforníu, þrisvar og bauð sig fram til forseta. Hún er auðljós kostur. Reyndar, hefði hann ekki valið hana hefði fjöldinn allur af sögum sprottið upp og spurt hefði verið: Af hverju ekki Harris?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR