Að sitja við sama borð – Forsetakosningar 2020

Athygli vakti þegar sitjandi forseti var þáttastjórnandi í viðtalsþætti á Stöð 2 um daginn. Spurningar hafa vaknað um jafnræði en eins og gefur að skilja hefur sitjandi forseti fleiri tækifæri til að sýna sig og tjá í krafti núverandi stöðu.

Annað sem hefur vakið athygli er Stöð 2 virðist brjóta óskráða reglu að vera með eitthvað sem telja megi sem kosningaáróður eða hyglun eins frambjóðanda fram yfir aðra.

Hjá RÚV hefur gilt sú ágæta regla að starfsmenn stofnuninnar, sem ákveða að fara í framboð, fari í launalaust leyfi þrjá mánuði fyrir fyrirhugaðar kosningar og birtast þeir ekki opinberlega á vegum stofnuninnar á þessu tímabili. Aðrar innanhúsreglur virðast gilda um Stöð 2.

Hins vegar telst það vera eðlilegt að forsetaframbjóðendur fari í fjölmiðlaviðtöl til að kynna málstað sinn og er það gott og blessað. Hins vegar er óeðlilegt að viðkomandi frambjóðandi fái eigin þátt til að láta ljós sitt skína. Það er hyglun.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR