Sprenging varð í íbúðahverfi í Linköping. Útveggur hefur hrunið og sést beint inn í stigaganginn. Einn maður hefur verið fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl. Sprengingin mun tengjast átökum skipulagðraglæpasamtaka, að sögn Ekot.
Lögreglan var kölluð að Järdalavägen í Ekholmen-hverfinu í Linköping klukkan 06:04 í morgun. Sprengjusérfræðingar eru á leið á vettvang.
– Sprengjueyðingardeildin er á leiðinni til að rannsaka sprenginguna og athuga hvort fleiri sprengjur séu í byggingunni, segir Angelica Forsberg, talsmaður lögreglunnar.
Stigi mikið skemmdur
Miklar skemmdir hafa orðið á eigninni og er stigagangur á umræddu heimilisfangi algjörlega ónýtur eftir sprenginguna.
Myndin með fréttinni gæti allt eins verið af húsi í Úkraínu eftir drónaárás rússa.
– Efni úr húsinu er á víð og dreif, við sjáum glugga og planka sem hafa endað hér eftir sprenginguna, segir Martin Klevelid fréttamaður SVT á vettvangi.
Sprengingin mun tengjast yfirstandandi átökum á milli hópa í glæpasamtökunum Foxtrot, samkvæmt upplýsingum sænska útvarpsins Ekot.
Einn á sjúkrahús
25 ára kona var flutt á sjúkrahús með sjúkrabíl. Óljóst er þó um umfang meiðslanna en konan er sögð hafa verið með meðvitund og geta talað, að sögn lögreglu.
Íbúar fluttir á brott
Íbúar á svæðinu voru upphaflega fluttir í nærliggjandi íþróttahús. Búið er að rýma 18 íbúðir.
Sjálfboðaliðahópur og starfsfólk Félagsmálastofnunar eru á staðnum í Sankti Hanskirkju til að taka á móti brottfluttum.
Íbúar á svæðinu segja við SVT að þeir hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum að atburðir sem þessir eigi sér stað í Linköping.
– Í fyrra var skotárás í Ekholmen en annars finnst mörgum sem fréttamenn hafa rætt við þetta mjög rólegt og gott svæði, segir Martin Klevelid fréttamaður SVT.
Engir handteknir
Lögreglan hefur hafið frumrannsókn á málinu. Enginn hefur verið handtekinn.
Stórt svæði er girt af. Björgunarsveitir og lögregla eru að störfum á vettvangi.
Í janúar 2022 var 35 ára gamall maður skotinn til bana í Ekholmen. Maðurinn var áður „team leader“ hjá X-team/Bandidos í Linköping. Morðið er óleyst.
Eins og flestir vita eru þessi glæpagengi skipuð erlendum karlmönnum sem komið hafa til landsins sem hælisleitendur og flóttamenn.