Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna kom á mánudaginn í opinbera heimsókn til Gvatemala. Þar biðu eftir henni mótmælendur á flugvellinum þar sem m.a. voru skilti sem á stóð að Trump hefði unnið kosningarnar.
Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að fara ekki til landamæra Bandaríkjanna við Mexíkó til þess að líta á ástandið vegna flóttamanna sem þar reyna að komast yfir landamærin.
Til þess að róa mannskapinn greip hún til þess undarlega ráðs í varaforsetaflugvélinni að dreifa smákökum til blaðamanna og annarra. Smákökurnar voru mynd af henni sjálfri nema án andlits. Hún mun hafa pantað smákökurnar sjálf og hefur verið gagnrýnd fyrir sjálfsdýrkun á samfélagsmiðlum vegna þessa.
https://dailycaller.com/2021/06/07/kamala-harris-guatemala-customs-and-border-protection/
https://www.rt.com/usa/525935-kamala-harris-guatemala-cookies/