Úrkynjun og lögleysa er stefna Reykjavíkurborgar

Huginn skrifar: Reykjavíkurborg gaf þann 30. mars síðastliðinn út bækling fyrir starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja varðandi hvernig það á að bregðast við sundlaugagestum sem setja út á nýja stefnu borgarinnar í málum transfólks. Reykjavíkurborg hefur sagt að vegna nýrra laga um kynrænt sjálfræði muni transfólk geta farið í þann sturtuklefa sem það vill. Það mun ekki skipta máli hvort fólkið hefur farið í aðgerð eða ekki og því munu karlmenn með reður geta farið í kvennaklefann og konur með brjóst í karlaklefann. Í upplýsingabæklingi borgarinnar er að finna samtöl sem gefa til kynna hvernig starfsfólk á að svara þeim sem kunna að setja út á breytingarnar. Þar segir:

Dæmi 1

„Gestur: „Það er karlmaður í kvennaklefanum“

Starfsfólk: „Getur verið að þetta sé trans kona, með typpi/með karlskyns kynfæri?“

Gestur: „Ég veit ekkert um það, þetta er bara karlmaður“

Starfsfólk: „Var viðkomandi að sýna einhverja óviðeigandi hegðun?“

Gestur: „Nei hann var bara í sturtu.“

Starfsfólk: „Var viðkomandi ógnandi?“

Gestur: „Nei hann var ekki að gera neitt.“

Dæmi 2

Gestur: „Og má hann bara vera í kvennaklefanum, ég er með börn með mér“

Starfsfólk: „Trans konur njóta sömu réttinda og aðrar konur, þær mega nota kvennaklefann. Það eru lög sem kveða á um réttindi trans fólks (lög um kynrænt sjálfræði).“

Gestur: „Þarf hann ekki að fara í kynskipti til þess að vera í kvennaklefanum?“

Starfsfólk: „Trans fólki er ekki skylt að fara í kynleiðréttingu þegar það breytir kynskráningu sinni.“

Dæmi 3

Gestur: „Til hvers eru sérklefarnir? Á hún ekki að fara þangað í staðinn fyrir að nota karlaklefann?“

Starfsfólk: „Sérklefarnir eru notaðir af fjölbreyttum hópi, en engum er skylt að nota þá. Við neyðum enga til að fara í þá og trans fólk notar þá eftir þörfum.“

Gestur: „Og er þá ekkert hægt að gera, má bara vera kona í karlaklefanum og ég á að sætta mig við það? Mér finnst þetta verulega óþægilegt.“

Starfsfólk: „Við viljum að öllum líði vel hjá okkur. Við hleypum ekki konum í karlaklefann, en trans karlar mega nota hann eins og aðrir karlar. En við skiljum að sumum kann að þykja þetta óþægilegt og er sérklefinn alltaf í boði ef fólk vill forðast óþægindin.“

Dæmi 4

Gestur: „En þetta getur verið hættulegt, ef karlar fara að stunda það að mæta í kvennaklefann, segjast bara vera trans.“

Starfsfólk: „Það er ekkert sem bendir til þess að það fylgi því hætta að leyfa trans fólki að nota kyngreinda klefa, þau hafa gert það í áraraðir. Lög og reglur sem leyfa trans fólki að nota klefa í takti við kynvitund þeirra leyfa ekki kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Það er og mun áfram vera ólöglegt fyrir allt fólk, alls staðar. Það þekkist ekki að fólk þykist vera trans til þess að komast í kyngreinda klefa og það hefur ekki haft þau áhrif að ofbeldi eykst.“

Gestur: „En mér finnst ég bara ekki örugg í klefanum“

Starfsfólk: „Ef þér finnst þú óörugg þá skulum við skoða hvernig hægt sé að bæta úr því, en við munum þó ekki geta það með því að útiloka trans fólk.“

Dæmi 5

Gestur: „Þetta getur nú varla gengið, hvað með fólk með trúarbrögð þar sem kynin mega ekki blandast svona?“

Starfsfólk: „Við hleypum bara konum í kvennaklefann og körlum í karlaklefann hvort sem þau eru sís eða trans, það er því ekki kynjablöndun í gangi. Það er enginn að traðka á trú eða menningu neins, heldur erum við að tryggja réttindi og aðgengi allra, líka trans fólks.“

Gestur: „Varla vill heittrúað fólk vera í klefa með trans fólki“

Starfsfólk: „Ég get ekki svarað fyrir trúað fólk enda er það stór hópur með margar ólíkar skoðanir. Það er auðvitað þannig að sumt trans fólk er trúað. Eitt útilokar ekki annað, ekki heldur hér hjá okkur.”

Til útskýringar á þessu sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, að þau séu með þessu að „vekja athygli á þessum réttindum, svo einstaklingar geti sótt sér þjónustu og nýtt sér þá klefa sem henta, til dæmis í sundlaugum, án þess að verða fyrir óþægilegri upplifun.“ Þarna er auðvitað verið að tryggja óþægilega upplifun fólks sem vill ekki fara í sturtu ásamt hinu kyninu og traðka á þeirra réttindum til að nota þjónustuna. Aðeins stanslaus áróður og hótun um útskúfun og refsingu getur fengið fólk til að samþykkja og trúa því að karl verði að konu við það að hann ímyndi sér að hann sé kona og fari í skurðaðgerð og láti fjarlægja kynfæri sín.

Á vef borgarinnar er einnig að finna tilkynningu um „vefuppboð til styrktar sjö aðgerðasinnum sem voru handtekin fyrir þátttöku í mótmælum með flóttafólki á Íslandi.“ Ekki kemur fram fyrir hvað fólkið var handtekið en væntanlega hafa lögbrot átt sér stað og fjórir af sjö aðgerðasinnunum hafa verið sakfelldir. Uppboðið er til að safna pening fyrir „samstöðusjóð fyrir aðgerðarsinnanna sem verður notaður til að greiða sektir og málskostnað.“ Þannig að það er greinilegt að Reykjavíkurborg tekur afstöðu með þessum lögbrjótum fyrst þau auglýsa viðburðinn á síðu borgarinnar.

Heimildir:

https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/drog._baeklingur._leidbeiningar_vid_fyrirspurnum_um_trans_folk_i_kyngreindum_klefum._mars_2021.pdf

https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/210407.pdf

https://reykjavik.is/vidburdir?event=7f063f3e-b99f-48a4-9a40-ff187243869e

https://visitreykjavik.is/is/node/10690

 

-Huginn

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR