Litið jákvæðum augum yfir árið 2019

Margt gott gerðist síðastliðið ár, þótt ætla mætti af heimsfréttum að allt hafi gengið á afturfótunum og fréttaflutningur hafi verið fullur af neikvæðum atburðum. Reyndar innihélt árið 2019 fjöldamargar sögur af jákvæðum áföngum í alheimsþróunnn, af góðmennsku og örlæti manna. Hér eru nokkrar góðar fréttir til að hvetja þig ef þú hefur misst af þessu á árinu.

Aldrei eins fáir sem búa við algjöra fátækt

Á þessu ári er fólks sem býr í mikilli fátækt, skilgreindur sá hópur sem lifir á innan við 1,9 dollara á dag. Undanfarna 12 mánuði voru áætlaðir 16 milljónir manna sem sluppu úr mikilli fátækt samkvæmt tölum World Poverty Clock og er rannsókn að frumkvæði World Data Lab sem veitir áætlun um fátækt í rauntíma.

Staldraðu við og hugsaðu um það: það eru 16 milljónir sögur af körlum, konum og börnum í Afríku, Suður-Asíu og Rómönsku Ameríku sem brjótast úr viðnum kynslóða fátæktar. Þetta eru sögur foreldra sem geta nú séð fyrir fjölskyldum sínum svo börn þeirra þurfa ekki lengur að vinna allan daginn, heldur geta stundað menntun og horft til bjartari framtíðar.

Árið 2015 spáði Alþjóðabankinn því að í fyrsta skipti í sögunni myndi hlutfall fólks sem býr við mikla fátækt falla undir 10 prósent. Fjórum árum síðar hefur það farið niður í 8 prósent. Auðvitað er enn mikil vinna eftir, en við erum stöðugt að vinna að því að uppræta mikla fátækt.

Dánartíðni barna og mæðra var með lægsta móti

Samhliða mikilli fátækt hefur alþjóðlegt barnadánartíðni fallið niður í sögulegt lágmark. Frá árinu 2000 hefur „dauðsföllum barna fækkað um nærri helming og dauðsföll móður yfir ríflega þriðjung,“ samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðirnar á þessu ári. Þökk sé betra aðgengi að heilsugæslu, hreinu vatni og næringarríkum mat, lifa fleiri börn og konur en nokkru sinni fyrr af fæðingu og dánartíðni heldur áfram að lækka.

Langflest þessara dauðsfalla er hægt að koma í veg fyrir og ef við höldum áfram að vinna að því að hjálpa fólki að fá aðgang að læknishjálp, réttu hreinlæti og mat, gætum við bjargað enn fleiri milljónum mannslífa.

Ótrúlegt en satt, mest leitaða frétt á netinu frá árinu 2019 snerist ekki um stjórnmál. Hún var um fellibylinn Dorian og eyðileggingarferð hans yfir Bahamaeyjar. Afleiðingarnar voru ógnvænlegar. Eyjarnar litu fyrir að kjarnorkusprengja hefði lent og jafnað heilu hverfin. Sameinuðu þjóðirnar áætlaðu allt að 76.000 manns hefðu orðið heimilislausir en áhættumótunarfyrirtæki eitt hafa metið tjónið gæti verið virði allt að þriggja milljarðar dollara.

Óteljandi aðrar góðar fréttir gerðust á árinu og rötuðu kannski ekki í heimsfréttirnar.  Hérna eru teknar tíu fréttir af handahófi.

1. Nýjar kannanir leiddu í ljós að fjöldi hnúfubakanna á Suður-Atlantshafssvæðinu eru nú 24.900 – næstum 93% af heildarfjölda þeirra áður en þeir voru veiddir þar til þeir voru á barmi útrýmingarhættu.

2. Kínversk yfirvöld hófu undirbúning að stofnun stærsta þjóðgarðs í sögu landsins, sem nær yfir 27.134 km² svæði, og verður heimkyni meira en 1.200 villtra risapanda.

3. frumbyggjar Waorani samfélagsins í Ekvador unnu sögulegan sigur á hendur olíufyrirtækjum á þessu ári og verndaði 180.000 hektara lands síns gegn nýtingu.

4. Árið 2019 samþykktu Bandaríkin ný lög sem banna dýraníð, Kína gaf út viðmiðunarreglur þar sem fram kemur að frá árinu 2020 verði tilraunir á dýrum ekki ákjósanleg aðferð fyrir snyrtivörur og í Ástralíu var snyrtivörufyrirtækjum bannað að nota gögn sem fengin eru úr dýraprófunum.

5. Höfrungar höfðu heimkynni í Potomac ánni í Washington í fyrsta skipti síðan 1880, hvalastofnar sprungu út undan ströndum New York og 100 selungar hafa fæðst við strendur Thames, 60 árum eftir að áin var lýst yfir sem „líffræðilega dauð.“

6. Í júlí sló Eþíópía heimsmetinu fyrir trjáplöntun. Í átakinu, sem var stýrt af Abiy Ahmed forsætisráðherra landsins, gróðursettu milljónir Eþíópíumanna 353 milljónir trjáa á 12 klukkustundum.

7. Borgin Seoul í Kóreu aflagði allir slátrun sína á hundum sem eftir eru á þessu ári og Holland varð fyrsta landið í heiminum til að útrýma öllum villtum hundum – ekki með líknardrápi, heldur með fræðslu, ókeypis dýralæknisþjónustu og nýjum heimilum.

8. Í Kenýa hefur veiðiþjófnaði fækkað um 85% fyrir nashyrninga og 78% fyrir fíla á síðustu fimm árum, í Suður-Afríku fækkaði nashyrningum sem drepnir voru af veiðiþjófum um 25%, fimmta árlega fækkunin í röð og í Mósambík , með eitt stærsta dýralíf Afríku fór heilt ár í án þess að missa einn fíl.

9. Belís tvöfaldaði stærð verndarsvæði við næststærsta rif heimsins, Suður-Afríka jók hlutfall verndaðs vatns úr 0,4% í 5,4%, Argentína stofnaði tvo nýja sjávargarða í Suður-Atlantshafi og færði heildarverndarsvæði upp í 8%.

10. Kanada varð fyrsta landið í heiminum til að vernda meira en 10% af hafsvæðum sínum, eftir að stjórnvöld tóku sig saman með forráðamönnum Inúíta um að búa til mikið nýtt verndarsvæði á norðurslóðum – Tuvaijuittuq sjávarverndarsvæðið og Tallurutiup Imanga National Marine Conservation Area.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR