Hálshöggva börn í nafni Íslam

Hjálparstofnunin Save the Children segir vígasveitir íslamista afhöfða börn allt niður í 11 ára aldur í Cabo Delgado héraði í Mósambík.

Ein móðirin sagði stofnuninni að hún hafi horft hjálparvana á tólf ára son sinn drepinn á þennan hátt nálægt þar sem hún faldi sig með öðrum börnum sínum.

Yfir 2.500 manns hafa verið drepnir og 700.000 hafa flúið heimili sín síðan uppreisn íslamista hófst í Mósambík árið 2017.

Vígamennirnir eru tengdir samtökum Íslamska ríkið (ISIS).

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR