Í framtíðinni verður fjórði sunnudagur í júlí notaður til að undirstrika hversu ömmur og afar eru mikilvæg samfélaginu.
Að minnsta kosti í kaþólsku kirkjunni. Þetta tilkynnti Frans páfi í dag í ræðu, samkvæmt frétt Reuters.
Kaþólska kirkjan hefur nú þegar árlega daga þar sem áherslan er á æsku, frið og fátæka. Þessa daga heldur kirkjan sérstaka viðburði og guðsþjónustur.
Frans páfi hefur ítrekað hvatt samfélagið til að leggja meiri áherslu á aldraða.