Fundur sóttvarnayfirvalda: Fólk frekar farið að slaka á en gengið vel síðustu viku

Sóttvarnayfirvöld telja að í heildina hefði gengið nokkuð vel í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. Færri sýni voru tekin innanlands en oft áður. 

4 smit voru á landamærum af 400 sýnum tekin 2svar. 

Breskaveiran hefur greinst hjá 7.

Þeir sem greinast á landamærunum hafa líka veikst og þurft að leggjast inn á spítala.

Landlæknir ítrekaði að allir sem finna fyrir einkennum eru hvattir til að fara í sýnatöku þannig náum við tökum á faraldrinum. 

Margir eru að greinast á landamærunum og er hlutfall nú um 1% sem er hærra en síðasta haust. 

Fólk hvatt til að vera ekki að ferðast að nauðsynjalausu því margir eru að koma smitaðir heim. Ástandið á Landsspítalun erfitt vegna kóvid en líka vegna annarra sjúkdóma.

Lítið er nýtt að frétta af bóluefnum annað en von er á um þrjúþúsund skömmtum í næstu viku.

Fjölgun í smitum, innlögnum og dánartíðni erlendis talið eiga rætur að rekja í ný afbrigði af kórónaveirunni. Nýju afbrigðin talin smitast meira í börn samkvæmt fréttum frá Bretlandi. 

Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að nýju afbrigðin berist hingað til lands og því hvetur hann fólk til að halda vöku sinni. Sérstakalega hefðu menn áhyggjur af Suður-Afríska afbrigðinu því erlendis teldu menn að það gæti hugsanlega verið ónæmt fyrir bóluefni og fólk yrði veikara af því. 

Annars lýsti landlæknir og sóttvarnalæknir áhyggjum af hópamyndum sem þeir hefðu haft spurnir af síðustu daga.  

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR