Franskir sérfræðingar og álitsgjafar eru ekki hrifnir þegar þeir meta fyrstu viku kórónubólusetningar í Frakklandi, þar sem aðeins 516 Frakkar hafa verið bólusettir.
ESB lönd hófu bólusetningu með BioNTech-Pfizer skömmtum 27. desember. Á sunnudag hafði Þýskaland bólusett rúmlega 240.000 borgara, en Danmörk samanlagt 45.000 bólusetningar. Sama dag var opinbera talan í Frakklandi 516 manns.
– Við bólusetjum á sama hraða og fjölskylda fer í sunnudagsferð, á forsetinn, Emmanuel Macron, að hafa sag í gær samkvæmt blaðinu Le Journal du Dimanche. Fram kemur í blaðinu að forsetinn hafi verð „trylltur“ af reiði.
Að vísu hafði forsetinn ekki veitt raunverulegt viðtal en hlutum af reiðilestri forsetans með nánustu ráðgjöfum hafði verið lekið í dagblaðið sem vitnaði þannig einnig í Macron um að „hlutirnir verði að breytast hratt og breyta miklu“.
Könnun sem gerð var nýlega í Frakklandi sýnir að aðeins 46 prósent ætlar að láta bólusetja sig. Mjög mikil tortryggni ríkir meðal almennings gagnvart bólusetninu og sú mesta meðal almennra borgara í Evrópu.