Björgunarstarfið er enn í gangi eftir hina hörmulegu aurskriðu eða jarðfall sem varð í Gjerdrum í Noregi fyrir tæpum sex dögum.
Enn sem komið er hafa sjö manns fundist látnir og enn er þriggja saknað.
Það eru þó góðar fréttir af svæðinu og net útgáfa VG greinir frá því að hundi hafi í dag verið bjargað lifandi. Það gefur von um að enn geti fólk fundist lifandi.
– Hundurinn er við góða heilsu og hefur fengið meðferð, segir dýralæknir Stefan Feterik við VG.
Þetta er þriðji hundurinn sem bjargað er. Undanfarna daga hafa björgunarsveitarmenn einnig komið Dalmatian og dvergpúðli til bjargar.