Norsku konungshjónin og Haakon krónprins hafa heimsótt Gjerdrum, þar sem mikil skriða kom á miðvikudagskvöld. Fimm látnir hafa fundist en fimm manns er enn saknað. Haraldur konungur, Sonja drottning og Haakon krónprins tóku á móti ættingjum, brottfluttum og björgunarsveitarmönnum.
– Það er erfitt að koma orðum að þessu. Þetta er alveg hræðilegt, sagði Haraldur konungur á blaðamannafundi eftir heimsóknina. Sonja drottning þakkaði einnig björgunarsveitarmönnum fyrir þá vinnu sem þeir hafa unnið eftir aurskriðuna.