„Jólagjöf ríkisstjórnarinnar var að lauma bitlingum til ríkasta fólksins,“ segir forseti ASÍ

Drífa Snædal vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í pistli sem hún ritaði á vef ASÍ þann 11. desember. Þar gagnrýnir hún hraðlega að skattbyrði þeirra allra ríkustu sé lækkuð með því að hækka frítekjumark fjármagnstekna úr 150 þúsund í 300 þúsund og láta það ná til arðgreiðslna og söluhagnaðs.

Hún bendir á að vegna þessarar aðgerðar verði ríkissjóður af skattteknum upp á heilan milljarð kórna en á sama tíma sé Landspítalanum gert að hagræða um 4 milljarða.

Drífa segir að með þessari aðgerð og fleirum sem í farvatninu eru sé horfið af braut jöfnuðar. 

Eins og komið hefur fram í fjárlagafrumvarpinu þá mun almenningur þurfa að sæta hærri sköttum á nýju ári allt frá áfengi til bensíns. Þessar hækkarnir munu svo skila sér í hækkandi afborgunum af húsnæðislánum og öðrum verðtryggðum skuldum landsmanna. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR