Blikksmiðir styrktu Hjálparstaf kirkjunnar

Félag blikksmiðjueigenda (FBE) ákvað að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar sem verja á hér innanlands. 

Formaður félagsins gerði það að tillögu sinni á aðalfundi FBE að gefin yrði peningur til góðgerðamála. Styrkurinn endurspeglar þá fjármuni sem annars hefðu farið í kostnað við fundarhöld sem ekki hefur getað orðið af á árinu vegna kóvid. Styrkurinn var að upphæð 500.000 krónur.

Að auki fylgir áskorun frá formanninum, Sævari Jónssyni, til annara félaga inna Samtaka Iðnaðarins (SÍ) að gera það sama enda sé fundarkostnaður félaga í lágmarki þetta árið.

Á myndinni má sjá Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, taka við styrknum frá Sigurrósu Erlendsdóttur, sem situr í stjórn FBE.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR