Þrátt fyrir að Svíþjóð hafi bannað flugvélum frá Bretlandi að lenda í Svíþjóð vegna nýju bresku kórónaveirubreytingarinnar gerðist það í dag.
Bresk flugvél frá British Airways lenti á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi, án þess að hafa fengið leyfi til þess, skrifar Svenska Dagbladet.
– Vð vorum teknir í bólinu, segir yfirmaður landamæralögreglunnar, Patrik Engström, við Svenska Dagbladet.
Um borð í vélinni voru 33 farþegar. 29 þeirra voru sænskir ríkisborgarar og fjórir þeirra voru finnskir ríkisborgarar sem héldu til Helsinki.
Samkvæmt sænsku flutningastofnuninni er þetta misskilningur þar sem British Airways misskildi skilaboð sænskra yfirvalda, segir í SVT.