Sprenging í Nashville

Mikil sprenging varð í Nashville í Bandaríkjun fyrir nokkrum klukkutímum. Svartur reykur og eldur hefur sést frá svæðinu. Byggingar í kring hristust og mikill hvellur heyrðist. Lögregla telur að einhver hafi valdið sprengingunni viljandi.

Slökkviliðsmenn og lögregla þustu til miðbæjar Nashville, Tennessee um klukkan 13:30.

Svo virðist sem bíll hafi sprungið og skemmt nokkrar byggingar í kring.

Lögreglan skrifar á Twitter að sprengingin hafi verið vísvitandi verknaður. Ekki er vitað hverjir standa að baki eða hver hvatinn kann að hafa verið.

Slökkviliðið í Nashville kallar þetta líka vísvitandi sprengjuárás, að sögn Fox, sem bendir til þess að þeir telji að um bílasprengju hafi verið að ræða.

Þrír menn hafa verið fluttir á sjúkrahús en enginn á að hafa slasast alvarlega. Bæði ríkis- og sambandsyfirvöld hafa hafið rannsókn á staðnum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR