Meiri stuðningur við fátæk börn í Malí meðan á faraldrinum stendur – færri styðja fátæka danska heimilislausa

Í veirufaraldrinum virðast mannúðarsamtök sem hjálpa fólki erlendis búa við meiri stuðning frá Dönum en innlend samtök svo sem Hus Forbi, samtök sem styðja við heimilislausa Dani. Hjá þeim er samdráttur í söfnun peninga.

Gefa samtökin út blað sem heimilislausir selja og fá helmining af ágóðanum. Samtökin voru stofnuð árið 1996 og eru vel þekkt í Danmörku. Þau hafa það eitt á stefnuskránni að tala máli heimilslausra og fátækra Dana. 

Jafnvel þó Danir séu í miðjum heimsfaraldri finna nokkur hjálparsamtök fyrir að  Dönum fjölgar sem vilja gefa pening, gefa kost á sér eða hækka framlag sitt á mánuði til fátækra í heiminum frekar en í danmörku.

Þetta sýnir könnun sem DR hefur gert hjá tíu af helstu mannúðarsamtökum þar í landi.

Tekið er dæmi af Agnethe Kyed frá Holbæk  sem studdi tvö börn í Malí reglulega með peningagjöf og þegar kórónakreppan skall á valdi hún að eignast tvö til viðbótar svo þau eru nú alls fjögur.

​​Heimilislausir Danir eru gleymdir

Þrátt fyrir að fleiri kjósi að gefa auka eyri til fólks í neyð í hinum stóra heimi kemur nú minna inn í krónum og farsímagreiðslum sem lenda í vasa danskra fátækra og heimilislausra.

Á landsvísu hafa tekjur Hus Forbi minnkað um 35 prósent frá því í ágúst miðað við síðasta ár.

Hus Forbi samtökin hafa afhent félagsmálaráðherra Danmerkur snjókúlu þar sem snjóar á heimilislausan mann þegar kúlan er hrist. Kúlan á að minna á að kórónukreppan lendir sérstaklega hart á skjólstæðingum samtakanna sem eru flestir fátækir og heimilislausir Danir.

Hættu stuðningi við heimilislausa útlendinga

Borgarstjórn Kaupmannahafnar var harðlega gagnrýnd af hjálparsamtökum á síðasta ári fyrir að hætta sérstökum stuðningi við heimilislausa útlendinga í höfuðborginni. Þá ákváðu allir flokkar í borgarstjórn höfuðborgarinnar að fella út af fjárhagsáætlun styrk sem ætlaður var til að hjálpa heimilislausum útlendingum að komast haftur til síns heimalands. Þessi málaflokkur hafði hækkað stjórnlaust frá 2015 þegar honum var fyrst komið á og þegar hann var afnuminn 2019 hljóði upphæðin sem veitt var út til hjálparsamtaka sem aðstoðuðu heimilislausa útlendinga við að komast aftur heim um 2,7 milljónum danskra króna  (ca. 55 milljónir íslenskra króna) árlega og fannst dönsku borgarfulltrúunum nóg um þá upphæð ekki síður í því ljósi að þeim sem hjálpað var úr landi birtust oft stuttu seinna aftur í Kaupmannahöfn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR