Í gærkvöldi var ökumaður mældur á 274 kílómetra á klukkustund þegar lögreglan í Kaupmannahöfn var við hraðamælingar við Eyrasundsgöngin. Í göngunum eru 90 kílómetra hraðatakmarkanir. Yfirmaður öryggismála hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, Michael Andersen, man ekki eftir því að ökumaður hafi áður verið mældur á jafn miklum hraða. Bak við stýrið sat tvítugur sænskur maður.
– Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum, sagði Michael Andersen.
Vefur Danska ríkisútvarpsins greinir frá.