Ótrúlegt en satt – Þetta er ekki í Reykjavík

Oft hefur verið hlegið að vinnubrögðum meirihlutans í Reykjavík þegar kemur að gatnagerð. Fræg eru fuglabúrin og fánastengurnar sem sett var niður á Hagamel til að hægja á umferð.

Peningasóunin í tíð núverandi meirihluta hefur verið ótrúleg og því jafnvel haldið fram í braggamálinu að þar hafi hrein og klár spilling ráðið för. En það eru greinilega fleiri sem geta klúðrað málum í gatnagerð en meirihlutinn í Reykjavík. í bænum Leknes í Noregi sem tilheyrir Lofoten svæðinu var sett sem svarar um 800 milljónum íslenskra króna í að gera upp götu.

Hvað menn voru að hugsa þegar þetta skilti var sett niður á miðri hjólreiðaakrein, eins og myndin ber með sér, er ekki gott að geta sér til um. 

– Það er beinlínis hættulegt umferðinni. Hjólreiðamaðurinn verður annaðhvort að keyra út á veginn eða inn á hjólareinina sem mætir. Ef ekki, endarðu á skiltinu og færð það í hausinn á þér, segir ökukennarinn Guðmundur Helge Zakariassen í samtali við nrk.

Hann er ökukennari í Lofoten og hristir höfuðið þegar hann hugsar um skiltið í Leknes.

– Þeir verða að laga þetta sem fyrst. Það er algjörlega augljóst að þetta er alveg fráleitt. Er þetta virkilega mögulegt? Í miðri hjólarein sem er einn metri á breidd. Þetta er fáránlega kómískt, andvarpar hann. 

Áformin um að gera götuna upp hófust árið 2015 og markmiðið var að auka öryggið í umferðinni.

Bæjarstjórnarfulltrúar hafa hver um annan vísað ábyrgðinni frá sér sem er í anda vinnubragða borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík.En bæjarfulltrúarnir í Lenknes hafa lofað að þetta verði lagað hið snarasta.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR