Franskir kennarar neita að láta hræða sig: Það verður að kenna nemendum „erfiðar greinar“

Kennarar í Frakklandi eru hneykslaðir á morðinu á föstudagskvöld þegar Samuel Paty 47 ára kennari  í París var hálshöggvinn eftir að hafa sýnt nemendum sínum teiknimyndir af Múhameð spámanni sem hluta af rökræðu og kennslu um málfrelsi.

Stéttarfélög kennara segja að morðinginn sem er 18 ára rússneskur íslamisti fæddur í Tsjetsjníu muni ekki breyta námskrám þeirra.

Þetta fullyrti Jean-Remi Girard, forseti samtaka miðskólakennara í Frakklandi, á fundi í dag með Jean-Michel Blanquer menntamálaráðherra Frakka, skrifar The Guardian.

– Við munum halda áfram að tala um málfrelsi. Ef það eru erfið viðfangsefni munum við halda áfram að kenna þau. Við viljum styðja gagnrýnan skilning nemenda okkar og útskýra að allir hafi rétt til að vera ósammála.

Margir kennarar segjast ætla að sýna nemendum sínum myndir af múhameð sé það hluti rökræðunni í námsefninu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR