Ítalskur unglingur sem lést árið 2006 gæti verið sá fyrsti sem fær viðurkenningu sem kaþólskur dýrlingur af sinni kynslóð.
Carlo Acutis dó úr krabbameini 15 ára að aldri.
14 árum síðar gæti hann nú orðið fyrstur af svonefndri árþúsundakynslóð til að hljóta dýrlingastöðu frá kaþólsku kirkjunni, skrifar New York Times.
Árþúsundakynslóðin eru þau sem fædd eru á árunum 1981 til 1996. Acutis fæddist árið 1991.
Til þess að ná dýrlingastöðu í kaþólsku kirkjunni þurfa tvö kraftaverk að vera tengd þeim sem tekin er í tölu dýrlingra.
Tvö kraftaverk þarf
Vatíkanið ákvað að tengja mætti kraftaverk við unglinginn fyrr á þessu ári. Samkvæmt kaþólsku fréttastofunni hefur ungur drengur læknast af veikindum eftir að hafa beðið til Acutis.
Á laugardag var Acutis blessaður af páfa en annað kraftaverk verður að gerast áður en Acutis getur orðið dýrlingur, skrifar New York Times.
Í hópi kaþólskra er Acutis kallaður verndardýrlingur internetsins. Hann lærði frá unga aldri forritun og grafíska hönnun.
„Hann notaði internetið til að deila kaþólskri trú sinni,“ sagði móðir hans, Antonía Acutis, við bandaríska blaðið New York Times.
Hann bjó meðal annars til vefsíðu þar sem hann flokkaði kraftaverkin sem kaþólikkar telja að hafi gerst í gegnum tíðina.
Samkvæmt BBC er Acutis yngsta manneskjan í nútímanum sem hefur hlotið blessun. Aðeins 120 af um 10.000 dýrlingum dóu sem börn eða unglingar, samkvæmt New York Times.