Krefjast þess að lög ESB séu rétthærri en íslensk

ESA reynir nú eftir mætti að þvinga íslensk stjórnvöld til að viðurkenna að lög ESB séu rétthærri íslenskum lögum samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag. 

ESA heldur því fram að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið sé ekki rétt framkvæmdur hér á landi.

Hingað til hefur það verið talið alveg skýrt að í samningnum sé kveðið á um að hann sé ekki rétthærri en íslensk lög. ESB og ESA hafa verið að færa sig upp á skaftið gagnvart Íslendinum og héldu til dæmis fram að Íslendingar þyrftu að flytja inn erlendar kjötvörur þrátt fyrir að það hafi verið skilningur manna hingað til að Íslendingar hafi sjálfdæmi um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál. Íslenskir stjórnmálamenn féllust illu heilli á sjónarmið ESA og nú er hafin innflutningur á erlendu kjöti sem hefur sett sölu á kjöti frá íslenskum bænum í uppnám. Formaður utanríkismálanefndar alþingis telur skýrt að íslensk lög gangi framar erlendum lögum í íslenskum rétti.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR