Brussel bannar vændi í baráttunni við veiruna

Það er bannað að stunda vændi í höfuðborg Belgíu, Brussel.

Yfirvöld hafa bannað vændi til að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónaveirunnar.

Yfirvöld lokuðu meðal annars hóteli þar sem vændiskonur unnu því kröfum um að halda fjarlægð voru ekki virtar. Borgaryfirvöld hafa líka gripið til annarra ráðstafanna í baráttunni við veiruna. Barir og kaffihús þurfa að að loka á kvöldin frá klukkan 23 og mega opna aftur kl. 06.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR