Ungt fólk víða í Evrópu virðist hafa litlar áhyggjur af því að smitast af kínaveirunni sem getur leitt til dauða. Nú er líka að koma í ljós að þeir sem ná sér af veirunni kunna að þurfa að glíma við mjög alvarleg eftirköst, jafnvel örorku.
Lögreglan á Fjóni í Danmörku þurfti að reka fólk út á tveimur stöðum þegar veislur stóðu lengur en til klukkan 22 sem er brot á sóttvarnarreglum. Að örðu leiti var sóttvarnarreglum fullnægt á öðrum staðnum.
Önnur veislan var brúðkaupsveisla sem haldin var á hóteli í miðbæ Odense. Þar var lokað af lögreglu klukkan 00.40. Lögreglan segir að öllum öðrum sóttvarnarreglum hafi þó verið fylgt í brúðkaupinu.
Lögreglan lokaði litlu seinna krá þar sem eigandinn og nokkrir vinir hans sátu við drykkju eftir að lokun en það er heldur ekki heimilt. Kráareigandinn á von á 10.000 þúsund danskra króna (um 217þúsund íslenskra króna).
Í Kaupmannahöfn fékk lögreglan tilkynningu um að ungt fólk hefði safnast saman í almenningsgarði. Þegar lögreglan kom á staðinn lögðu veislugestir á flótta og sá lögreglan á eftir flestum undir iljarnar eða á þeysireið burt á reiðhjóli. Fólk er orðið nokkuð meðvitað um að lögreglan hikar ekki við að beita sektum gegn þeim sem brjóta sóttvarnarreglur.