Danmörk: Deilur um hvort orðið „eskimói“ sé móðgandi

Í Danmörku deila menn nú um hvort orðið eskimói sé móðgandi og rasískt. Þjóðminjasafn Danmerkur hefur ákveðið að orðið eksimói verði fjarlægt úr sýningarskrám og útskýringum á sýningu sem safnið setti upp. Umræðan um orðið eskimói hófst í kjölfar mótmæla undir merkjum Black Lives Matter. Umræðan hefur þegar haft áhrif á fyrirtæki sem framleiðir ís en ís sem seldur var undir nafninu eskimóís var breytt í O‘Payo þar sem fyrirtækið óttaðist neikvæða umræðu og jafnvel að fá á sig ásakanir um rasistma.

Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Þjóðminjasafnsins eða ís fyrirtækisins og telja að fráleitt sé að orðið feli í sér rasíska skýrskotun. Þeir vara við því að umræðan um að orðið beri í sér neikvæða merkingu sé hrein og bein sögufölsun.

Talsmaður grænlensku samtakanna Nalik fagnar umræðunni og telur að orðið feli í sér neikvæða sýn. Hún leggur til að orðið inúíti verði frekar notað en eskimói: 

– Orðið (eskimói) tengist sýn á mannkynið, sem er rasískt, þar sem Grænlendingar og aðrir inúítar hafa verið litnir á og meðhöndlaðir sem undirmenn af Danmörku (og öðrum nýlenduveldum á hinum norðurslóðum) og þar sem vald, ofbeldi og meðferð hefur verið notað til kúga inúíta á einstökum, stofnanalegum og skipulagslegum vettvangi. Þeir hafa reynt að uppræta heimsmynd þeirra, tungumál og menningu. Umræðuna um orðið verður að skoða í því samhengi.

– Með því að afnema notkun orðsins „eskimo“ öðlumst við öll nýjan skilning, sem er byggður á meiri virðingu og stuðlar að þekkingu um nýlendusöguna milli Grænlands og Danmerkur, svaraði Juno Berthelsen í dag á dr.dk.

Mynd: dr.dk

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR