Hvíta-Rússland: Mótmælendur mynda 24 kílómetra langa röð

Mótælendur í Hvíta-Rússlandi stóðu í 24 kílómetra langri röð til að mótmæla úrslitum í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu en þeir telja að úrslitunum hafi verið hagrætt. Röðin náði frá höfuðstaðnum Minsk til Kuropaty, dómshúss og fangelsis þar sem Stalín lét taka af lífi fjölda pólitískra andófsmanna. Staðurinn hefur táknræna merkingu í hugum margra. Í Kuropaty voru tugþúsundir manna teknar af lífi í tíð Sovétríkjanna undir stjórn fjöldamorðingjans og einræðisherrans Stalíns. Á staðnum myrti leynilögreglan fólk án dóms og laga.

Bílstjórar sem leið áttu meðfram mótmælaröðinni þeyttu flautur bíla sinna til stuðnings mótmælendum.

Margir sem mótmælt hafa forsetanum Aleksandr Lukasjenko og stjórn hans hafa verið færðir til Kuropaty til yfirheyrslu og margir sætt þar barsmíðum. Lukasjenko hefur verið forseti landsins frá árinu 1994 og má líklegt telja að úrslitum forsetakosninga frá þeim tíma hafi verið hagrætt honum í vil.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR