Smærri byggðir geta fengið styrk vegna Kínaveirunnar: Kópavogur og Hafnarfjörður geta ekki sótt um

Smærri byggðir geta nún sótt um styrki til Byggðastofnunar vegna Kínaveirunnar sem herjað hefur á landsmenn. Um er að ræða 30 milljónir sem úthlutað verður en skilyrðið er að bæjarfélagið sé ekki á höfuðborgarsvæðinu. Í auglýsingu sem birt hefur verið á vef Byggðastofnunar segir að umsóknarfrestur renni út þriðjudaginn 1. september og skila skuli umsóknum í gegnum umsóknargátt á vef stofnunarinnar. Í tilkynningu stjórnvalda um málið segir: Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að veita 30 milljónum kr. til að takast á við áskoranir sem fylgja Covid-19 í félagsþjónustu og barnavernd í dreifðustu byggðum landsins. Við úthlutun styrkja verður eingöngu horft til umsókna frá sveitarfélögum utan þéttbýlasta hluta landsins. Þar af leiðandi eru undanskilin sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, auk Akraness, Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar, Sveitarfélagsins Árborgar, Hveragerðis og Sveitarfélagsins Ölfuss.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR