Enn ein skotárásin í Svíþjóð

Lögreglunni Trelleborg var tilkynnt um skothvelli í einu hverfi borgarinnar í kvöld. Samkvæmt fjölmiðlum er þetta fjórða skotárásin sem tilkynnt er um í borginni. 

Lögreglan er mætt á staðinn og hafa tóm skothylki fundist á vetfangi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki á skotstaðnum. Lögreglan er með sporhund á staðnum og leitar frekari vísbendinga meðal vitna á staðnum.

Í lok júlí voru tveir gripnir eftir skotárás í borginni en engin meiðsl urðu heldur á fólki í það sinn. Mikið hefur verið um skotárásir í Svíþjóð á milli glæpahópa innflytjenda það sem af er ári en ekki kemur fram í fréttinni hverjir eru grunaðir um skotárásina í kvöld.  

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR