Pia Kjærsgaard krefst þess að hverfi innflytjenda verði sett í sóttkví

Í Danmörku hafa smit vegna Kínaveirunnar margfaldast undanfarna viku. 63 prósent af þeim sem greindir voru með veiruna í síðustu viku voru innflytjendur eða fólk af erlendum uppruna. Piu Kjærsgaard fyrrum formanni Danska þjóðarflokksins er ekki skemmt og krefst þess að hverfi innflytjenda sem hún kallar „Ghetto“ verði þegar í stað sett í sóttkví. Hún telur að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að ná strax að ráða niðurlögum hraðrar útbreiðslu Kínavierunnar meðal innflytjenda og erlendra verkamanna í landinu.

Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins voru ný smit 494 í landinu og 63 prósent þeirra voru hjá fólki af erlendum uppruna. Tvö hópsmit eru í gangi og er annað þeirra rakið til Pólverja sem vinna hjá sláturfyrirtækinu Danish-Crown í bænum Ringsted. Hitt á uppruna sinn meðal Sómala í borginni Árósum.

Pia mælir með að útgöngubann verði sett á í hverfum innflytjenda og þeir fræddir á eigin tungumáli um hættuna af Kínaveirunni og hvað þurfi að gera til að forðast smit.Stofnun mannréttinda í Danmörku hefur gert könnun á því hversvegna fólk með erlendann bakgrunn er meira útsett fyrir smiti en aðrir. Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins er það vegna þess að fólk af öðru þjóðerni en dönsku búa fleiri saman og í minna húsnæði. Þar með er hættan á að smita aðra fjölskyldumeðlimi meiri. Margir Pólverjar sem vinna í Danmörku fara heim um helgar og koma svo aftur. Verkamenn af pólskum uppruna búa oft margir saman og þröngt. Hættan á að smit berist til Danmerkur eykst við ferðalög þeirra og vill Pia að þeir verði skimaðir og settir í sóttkví við komuna aftur til Danmörku til að sporna við þeim mikla uppgangi sem virðist vera í veirusmitum þessa dagana í landinu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR