Þýskir popptónleikar notaðir til að athuga hvernig smit berst á milli manna

Þýskir vísindamenn ætla að bjóða 4.200 heilbrigðum áhorfendum á tónleika. Vegna Kínaveirunnar eru stórir rokk- og popptónleikar bannaðir á meðan Kínaveiran er að sækja í sig veðrið þar líkt og annarstaðar í heiminum. Markmið vísindamannanna í Þýskalandi er að rannsaka hvernig smit meðal áhorfenda á stórum popptónleikum getur mögulega breiðst út og hvernig hægt er að forðast það þegar til lengri tíma er litið. Fólkinu sem boðið hefur verið á tónleikana er á aldrinum 18 til 50 ára og mun söngvarinn Tim Bendzko skemmta boðsgestum. Tónleikarnir fara fram í tónleikahöllinni Leipzig Arena þann 22. ágúst.

Sjálfslýsandi handsprit og hreyfiskynjari

Áhorfendur munu fá andlitsgrímu og á þá verður festur hreyfiskynjari á stærð við eldspítustokk og þannig fylgst með hversu nálægt hvor öðrum áhorfendur eru. Að auki verður sjálflýsandi handspritt í boði svo hægt verði að fylgjast betur með hvað þátttakendur eru að snerta á meðan á tónleikunum stendur. Vísindamenn vonast til að fá upplýsingar sem hjálpi þeim að búa til stærðfræðilíkön sem geta reiknað út hættuna á að smit dreifist á fjölmennum mannamótum og hversu ört smit dreifist eftir aðstæðum. Með þá þekkingu að vopni verði hægt að skipuleggja stærri mannfagnaði eftir ákveðinni umgjörð.

Sviðsmyndir

Vísindamenn munu mæla snertingu milli þátttakenda innan 30 metra radíus á fimm sekúndna fresti allan daginn. Skipuleggjendur munu setja upp sviðsmynd á tónleikunum sem byrjar á því að engin heldur sérstaklega fjarlægð frá öðrum. Önnur sviðsmynd verður þannig að áhorfendur sitja í 1,5 metra fjarlægð frá öðrum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR