Sjálfmyndarpólitík – nýmarxismi og nýja menningarbyltingin

Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson í Morgunblaðinu um ástandið í Bandaríkjunum, þar sem vinstri öfgahreyfingar hafa farið hamförum í sumar hefur vakið mikla athygli á Íslandi.

Hann segir svipaða sögu og kemur fram í greininni ,,Félagsvísindadeildir bandarískra háskóla gátu af sér Antifa sem síðan gat af sér BLM (Black live matter) – Árangurinn má nú sjá á götum Bandaríkjanna – Óeirðir og sundrung í stórborgunum“ – sjá slóðina: https://skinna.is/felagsvisindadeildir-bandariskra-haskola-geta-af-ser-antifa-sem-sidan-gat-af-ser-blm-black-live-matter-arangurinn-ma-nu-sja-a-gotum-bandarikjanna-oeirdir-og-sundrung-i-storborgun/ en hann er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn sem gerir það eins og sumir halda fram hér á landi. Nigel Farage, breski stjórnmálamaðurinn sem leiddi Brexit og fyrrum leiðtogi UKIP en nú Brexit Party, hefur gagnrýnt stefnu vinstri manna í áratugi, þótt hann sé ef til vill frægastur fyrir gagnrýni sinni á ESB.

Skarpir þjóðfélagsrýnendur, flestir þeirra frá Norður-Ameríku, hafa bent á vandann um langt skeið. Menn eins og Ben Sharpiro, Mark Levin og Dinesh D´Sourza, en ef til vill er Jordan B. Peterson, sálfræðiprófessor frá Kanada hvað öflugastur og frægastur.

Jordan Peterson sker sig úr, vegna þess að hann bindur sig ekki við stað og stund í pólitík, eins og hinir, en fer vítt og breitt yfir söguna á 20. og 21. öldina í gagnrýni á nýmarxisma og afurðar hans, sjálfmyndarpólitíkina. Hann kemur fram sem fræðimaður, ekki stjórnmálamaður og því er meiri dýpt í orðræðu hans. Hann nær því til stærri hlustenda- og áhorfendahóps. Hann ræðst á mýtur, hvar sem þær eru að finna, með sannleikann að vopni, og leiðir miskunarlaust hið sanna í ljós.

Gagnrýni Petersons á pólitískt réttmæti er á sviðum eins og póstmódernismi, póstmódernískur femínismi, hvít forréttindi, menningarleg yfirtaka og umhverfisstefnu.

Chris Selley skrifaði ágæta grein í National Post og sagði að andstæðingar Peterson ,,vanmáttu heiftina og áhyggjum margra vegna skoðana félagshyggju stríðsmanna (e. Social warriors) á meintum fyrirbrigðum eins og hvítum forréttindum og menningarlegri yfirtöku, af jaðarsetningu, sniðgöngu, hrópa niður eða beinlínis afneitun annarra sjónarmiða í stofnunum samfélags,“ meðan Tim Lott fullyrti í Spectator að Peterson væri „opinber og hreinskilinn gagnrýnandi hinu almennu akademíu. “

Peterson fullyrðir að háskólar beri að mestu leyti ábyrgð á öldu pólitískum rétttrúnaði (réttmæti)  sem hefur komið fram í Norður-Ameríku og Evrópu og sagði að hann hafi fylgst með vaxandi pólitískrar réttmæti á háskólasvæðum síðan snemma á tíunda áratugnum. Að hans sögn eru hugvísindi orðin spillt og reiðir minna sig á vísindi:

,,[Í staðinn fyrir] vitsmunalegs samtals erum við með hugmyndafræðilegt samtal.“Af eigin reynslu sem prófessor segir hann að nemendurnir sem eru að koma í bekkina hans séu ómenntaðir um og ókunnugt um fjöldaútrýmingu og aðra glæpi gegn mannkyninu sem framdir voru áhangendum Stalíns og Maó – stalínisma og maóisma, sem ekki var veitt sömu athygli og fasisminn og nazisminn. Hann segir einnig að „í stað þess að vera endurnýjuð eða innlimuð í rétta menningu, eru síðustu leifar uppbyggingarinnar haldið frá [nemendunum] af póstmódernisma og ný-marxisma, sem skilgreinir allt út frá afstæðishyggju og valdi.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR