Svíþjóð: Að minnsta kosti fjórir hafa drukknað um helgina – Gott veður eykur líkur á drukknun

Góða sumarveðrið hefur valdið því að margir Svíar hafa farið á ströndina og að vötnum til að kæla sig. Eitthvað sem sést líka í tölfræðinni um drukknun og aðeins yfir helgina hafa að minnsta kosti fjórir látist í drukknunarslysum.

Á laugardag var tíu ára stúlka flutt á sjúkrahús með sjúkraflutningaþyrlu eftir drukknun á Slagstabadet í Botkyrka. Sama dag lést karl á sextugsaldri eftir sundsprett í Ronneby, sem og kona á sjötugsaldri, sem druknaði eftir að hafa fallið í vatnið í Landskrona. Á laugardag fannst maður látinn í Mälarenvatni nálægt Västerås.

10 ára drengur drukknaði

Fyrr í vikunni drukknaði einnig tíu ára drengur í Sala og síðustu sjö daga hafa níu manns drukknað í Svíþjóð.

Sænska björgunarfélagið hefur ekki enn tekið saman tölur um fjölda drukknunarslysa um helgina, en talið er að 20 hafi drukknað síðan á föstudag.

Áhættuþáttur núna er að loftið er heitt meðan vatnið er enn kalt.

„Fyrir marga er það fyrsta dýfan og skyndileg kólnun sem eykur hættuna á að drukkna,“ segir Karin Brand aðalritari sænska lífbjörgunarfélagsins. Neysla áfengis eykur líka líkurnar á drukknum en neysla áfengis hefur aukist í sumarhitanum. Útlit er fyrir að hitinn á Norðurlöndum geti farið upp í allt að 30 gráður næstu daga.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR