Yfir þúsund starfsmenn sláturhúss greindir með kórónasmit

Meðaltölur um virk smit í Þýskalandi tóku kipp upp á við á laugardag þegar 1.029 ný smit greindust hjá starfsmönnum sláturhúss í bænum Gütersloh. Í kjölfarið voru 6.500 starfsmenn sláturhússins sendir heim í sóttkví.

Engar sannanir hafa komið fram um að veiran geti borist í menn með unnum kjötvörum eða öðrum matvælum. Kórónasmit sem komið hafa upp í minkabúum í Hollandi og Danmörku virðast gefa vísbendingu um að smit geti borist milli manna og dýra eða öfugt. 

Smitstuðull í Þýskalandi rauk úr 1,06 á föstudag upp í 1,79 á laugardag. 

Með því er átt við að ef 100 manneskjur eru smitaðar þá er talið að þær smiti 179 aðra í samfélaginu. Það er langt yfir þeim tölfræðimörkum sem talið er að þurfi til að útrýma veirunni úr samfélaginu. Til þess að það megi gerast er talið að stuðulinn þurfi að vera undir 1.

Á laugardag voru skráð í Þýskalandi 11 ný dauðsföll sem rakin eru til kórónaveirunnar og 601 ný smit.

Í allt eru 189.135 staðfest smit í Þýskalandi og dauðsföll af völdum veirunnar eru skráð 8.883. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR