Hverjir eiga stjórnmálaflokkana? Raunverulegur eigandi Samfylkingar er Logi en eigandi Vinstri-grænna er Almar samkvæmt skráningu RSK

Lög um gegnsæi í eignarhaldi fyrirtækja gengu nýlega í gildi hér á landi. Lögin eru sett eftir umræðu um falið eignarhald á fyrirtækjum og voru stóru bankarnir Arion, Íslandsbanki, og Landsbanki þar aðallega í myndinni eftir að hafa orðið uppvísir að níðsskap, eftir hrun, í innheimtu skulda með aðferðum sem oft á tíðum minntu á skipulögð glæpasamtök að mörgum fannst. Bankarnir voru gefnir hrægammasjóðum sem sumir jafna við skipulögð glæpasamtök, af Steingrími J. Sigfússyni þá formanni kommúnista flokksins Vinstri grænna. Steingrímur gegnir nú starfi forseta Alþingis með velvild og í skjóli Sjálfstæðisflokksins í núverandi ríkisstjórn þessara flokka.

Þessi lög gera það einnig að verkum að öll félagasamtök svo sem kennarafélög, nemendafélög, foreldrafélög, trúfélög og stjórnmálaflokkar þurfa að skrá einhvern sem „raunverulegan eigenda“ en hingað til hefur verið nóg að skrá hver er formaður og hverjir í stjórn og tilkynna til RSK. Þetta hefur valdið því að fólk í stjórnum góðgerðarsamtaka hafa sagt sig úr stjórn vegna þess að fólki er illa við hugtakið „raunverulegur eigandi“ og telja að í því felist ábyrgð sem það sækist ekki eftir. 

Þetta er gert til að reynda að hindra falið eignarhald og leppun misjafnra sauða eða misyndismanna á fyrirtækjum og ekkert annað en gott um það að segja.

En í ljósi þessa er áhugavert að sjá hvernig stjórnmálaflokkarnir skrá sína „raunverulegu eigendur.“ Hér á eftir er listi yfir raunverulega eigendur nokkurra stjórnmálaflokka eins og það er skráð hjá RSK en taka skal fram að samkvæmt lögunum er þessi skráning skyld og því ljóst að oft tekur einhver nauðugur/viljugur að sér þessa kvöð og þá einkum í frjálsum félagasamtökum eða góðgerðarsamtökum.

Raunverulegur eigandi Pírataer Guðmundur Arnar Guðmundsson fæddur 1979

Raunverulegir eigandur Sjálfstæðisflokksinseru þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fædd 1987, Jón Gunnarsson fæddur 1956 og Bjarni Benediktsson fæddur 1970.

Raunverulegir eigandur Viðreisnareru Oddný Arnarsdóttir fædd 1980, Sveinbjörn Finnsson fæddur 1989, Sara Dögg Svanhildardóttir fædd 1973, Hildur Betty Kristjánsdóttir fædd 1973, Kristófer Alex Guðmundsson fæddur 1997, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fædd 1965, Þorsteinn Víglundsson fæddur 1969, Benedikt Jóhannesson fæddur 1955 og Friðrik Sigurðsson fæddur 1970.

Raunverulegur eigandi Vinstri grænnaer skráður Almar Sigurðsson 1959 og er lögheimili skráð að Lambastöðum í Sveitarfélaginu Árborg.

Raunverulegir eigendur Framsóknarflokksinseru skráð þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir fædd 1973, Sigurður Ingi Jóhannsson fæddur 1962 og Jón Björn Hákonarson fæddur 1973.

Raunverulegur eigandi Samfylkingarer skráður Logi Már Einarsson fæddur 1964.

Raunveulegur eigandi Flokks fólksinser skráð Inga Sæland Ástvaldsdóttir fædd 1959.

Raunverulegir eigendur Miðflokksinseru skráðir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fæddur 1975, Anna Kolbrún Árnadóttir fædd 1970, Gunnar Bragi Sveinsson fæddur 1968 og Bergþór Ólason fæddur 1975.

Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem skráir einning eignarhlut hvers og eins skráðs raunverulegs eiganda í flokknum, en hann er 25%. Sumir flokkar skrá eignarhlut raunverulegra eigenda 0% en láta fylgja með í skráningu að stjórn sé skráð sem eigandi.

Hér er einungis talið upp hverjir eru skráðir raunverulegir eigendur að móðurflokknum en þess ber að geta að hin ýmsu aðildarfélög flokkanna í bæjarfélögum eru oft með eigin kennitölu og því þarf að skrá þar einnig raunverulega eigendur.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR