Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að hylma yfir með Kínverjum?

Donald J. Trump hefur verið gagnrýndur mikið fyrir framgöngu sína gagnvart Alþjóðaheilbrigðisstofnunina – WHO. Hann var sakaður um að fara offari og ákvörðun hans um að hætta fyrst tímabundið greiðslum til stofnunina og síðan úrsögn. Eins og oft vill verða, er mikið moldviðri í sambandi við stórar stefnubreytandi ákvarðanir. Nú er að koma í ljós að Trump hefur haft rétt fyrir sér ef marka má frétt AP-fréttastofunnar.

Í frétt AP-fréttastofunar sem hefur skjöl undir höndum, auk fjölda viðtala, er sagt frá að kín­versk stjórn­völd voru treg til að deila mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um um kór­ónu­veiruna með Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni (WHO). Þessi tregða pirraði æðstu emb­ætt­is­menn stofn­un­ar­inn­ar og dró úr viðbragðsgetu vegna far­ald­urs­ins en á sama tíma lofaði Tedros Adhanom Ghebreye, framkvæmdarstjóri WHO, viðbrögð Kínverja.

Til að mynda hefur komið í ljós að rann­sókn­ar­stof­ur Kína upp­lýstu aðeins um erfðamengi veirunn­ar eft­ir að ann­arri rann­sókn­ar­stofu utan Kína hafði tek­ist að greina það. Og jafn­vel þá héldu kín­versk stjórn­völd áfram að tefja með því að bíða í að minnsta kosti tvær vik­ur með að veita WHO ná­kvæm gögn um sjúk­linga og til­felli veirunn­ar. Allt gerðist þetta á þeim tíma þegar enn gafst færi til að hægja veru­lega á út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar um heim­inn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR