Hvítasunnudagur (áður fyrr stundum nefndur hvítdrottinsdagur, píkisdagur eða pikkisdagur) er hátíð í kirkjuárikristinnarkirkju. Hann er 49. dagurinn eftir páskadag og tíundi dagurinn eftir uppstigningardag.
Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda.
Heilagur andi er ein af þremur persónum hins þríeina Guðs sem kristnir menn trúa á. Hinar persónurnar tvær eru Guð faðir og Jesús Kristur. Hlutverk föðurins felst í sköpuninni, en hlutverk sonarins í endurlausninni undan veldi syndarinnar. Hlutverk heilags anda er aftur á móti að upplýsa sérhvern mann og endurnýja gjörvalla sköpun Guðs. Hann er því sagður vera sá umskapandi kraftur sem kemur öllu góðu til leiðar í mannlífi og náttúru. Meðal annars af þessum ástæðum er litið á hvítasunnudaginn sem stofndag kirkjunnar.
Heimild: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5993 og https://is.wikipedia.org/wiki/Hv%C3%ADtasunnudagur